- Flokkunarefni úr álsúlfat notað til þess að margfalda virkni hreinsikerfisins.
- Oft einnig nefnt felliefni, hleypiefni eða kekkjunarefni.
- Efnið bindur sig og festir saman smáar agnir af óhreinindum og bakteríum í sundlaugarvatninu og eykur þannig við eðlisþyngd þeirra þannig að þær falla niður á botn og vatnið verður tærara.
- Agnirnar eru síðan hreinsaðar upp með sundlaugaryksugu en auk þess verður auðveldara fyrir hreinsitæki laugarinnar að sía burt óhreinindi úr hringrásinni við þessa meðhöndlun á vatninu.