Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ | S. 566-6600 | oskarsson@oskarsson.is
Alls: 52.151 kr. (7)

Karfa alls: 52.151 kr.

Skoða körfu Ganga frá pöntun

Forsíða / Sundlaugar & búnaður / Bygging sundlauga

Bygging sundlauga

Á. Óskarsson ehf. selur og byggir sundlaugar frá stórfyrirtækinu Myrtha Pools sem hefur í meira en 50 ár verið að þróa framleiðslu sínu á sundlaugum úr ryðfríu stáli.

Myrtha Pools er í dag stærsti og virtasti framleiðandi sundlaugamannvirkja á alþjóðavísu og eru sundlaugar frá þeim að finna í öllum heimshornum. Myrtha Pools framleiðir sundlaugar af öllum stærðum og gerðum og þjóna þær sem almenningslaugar, einkalaugar, hótel laugar og að ógleymdu sem keppnislaugar en sundlaugar frá Myrtha Pools eru nánast án undantekninga byggðar fyrir og notaðar á öllum helstu stórmótum í sundi.

Á Íslandi höfum við byggt þó nokkrar laugar frá Myrtha Pools, fyrst úr galvaníseruðu stáli en á seinni tímum allar úr ryðfríu stáli. Þá byggðum við einnig fyrstu og einu 50 m. sundlaug Færeyinga sem mikil ánægja er með.

Myrtha laugar geta verið í öllum stærðum og gerðum. Hefðbundnar ferkantaðar eða í fríu formi með mjúkum línum. Hægt er að fá þær sjónrænt séð í nokkrum mismunandi útfærslum, t.d. í svokölluðum „Classic“ stíl eða með flísalögðum kanti sem gefur þeim útlit flísalagðra lauga án þeirra vandamála þó sem fylgja steyptum flísalögðum laugum.

Pálshöll 50x16 m. Myrtha sundlaug

Pálshöll ~ fyrsta 50 m. sundlaug Færeyinga opnuð árið 2015

Sendu okkur fyrirspurn