Orkuboltinn fréttir og tilboð
Orkuboltinn fréttir og tilboð
23. mars 2012    

Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sundvörur Vörur fyrir leikskóla, leikvelli & dagheimili Golfvallarvörur
Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sund Leikskólar Golfvellir

 
Vorið er komið og grundirnar gróa!
 
Nei ekki alveg en það er samt rétt handan við hornið og því erum við hjá Á. Óskarssyni ehf. farin að huga að því sem þarf til þess að smáfólkið geti notið sumarsins til hins ýtrasta.

Pantanir fyrir hinar ýmsu sumarvörur eru farnar að berast og við söfnum þeim saman og sendum svo út í eina stóra hóppöntun tímanlega svo að allt verði nú komið í hús fyrir sumarið og allir geti fengið það sem að vantar.
Við viljum vekja sérstaka athygli á VIKING og TRESS þríhjólunum og hlaupahjólunum sem margir þekkja af góðri reynslu. Þessi hjól eru óhemju sterk og endingargóð enda sérhönnuð fyrir mikla notkun í leikskólum þar sem öryggi og ending er aðalatriðið. Við erum sjálf með viðgerðarþjónustu og eigum til á lager nær alla varahluti. Þannig tryggjum við skjóta og góða þjónustu. Það er ekkert óalgengt að við séum að fá hjól í viðgerð og yfirferð sem hafa verið í notkun á leikskólum í yfir 20 ár!

Hægt er að skoða VIKING og TRESS hjólin með því að smella hér

Við bendum einnig á plastleikföngin fyrir sandkassana og til leikja úti sem og ýmis önnur sniðug tæki og tól sem eru að finna í bæklingum frá okkur. Sérstaklega bendum við á TRESS og WESCO bæklingana sem ættu helst að vera til á öllum leikskólum.

Smelltu hér til þess að skoða TRESS bæklinginn

Smelltu hér til þess að skoða WESCO bæklinginn

Upplýsingar um verð og aðrar fyrirspurnir getið þið beint til okkar í síma 566-6600 eða með því að senda tölvupóst á oskarsson@oskarsson.is

Við hlökkum til að heyra frá ykkur!

Með sól í sinni og kærri kveðju,
Starfsfólk Á. Óskarssonar ehf.
 

Orkuboltinn fréttir og tilboð

Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ
Sími: 566-6600 | Fax: 566-7555
www.oskarsson.is | oskarsson@oskarsson.is