Orkuboltinn fréttir og tilboð
Orkuboltinn fréttir og tilboð
15. maí 2012    

Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sundvörur Vörur fyrir leikskóla, leikvelli & dagheimili Golfvallarvörur
Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sund Leikskólar Golfvellir

 
UWE NUDDTÆKI - KRAFTUR SEM SLÆR Í GEGN!
Ótrúlega öflugt og vandað nuddtæki sem er fyrir löngu orðið þekkt á íslenskum sundstöðum. Við höfum selt þessi tæki í yfir 20 ár og hafa þau hlotið mikið lof hér á landi sem öflugustu nuddtækin sem völ er á! Enn eru elstu tækin í notkun, bilanatíðnin er lág og algengustu varahlutir eru til á lager.

Tækið dælir allt að 12 lítrum frá sér á sekúndu og er með öflugum nuddstút sem hægt er að hreyfa í allar áttir. Krafturinn er svo mikill að tækið er útbúið með sérstöku belti sem auðveldar fólki að standa upp við bununa. Tækið er fullkomlega öruggt og vottað enda framleitt í Þýskalandi. Þá er tiltölulega auðvelt að koma því fyrir í nánast hvaða potti sem er eða á laugarbakka!

Smelltu hér til þess að lesa nánar um UWE nuddtækið.
 
ÞARFTU AÐ SKIPTA UM SAND Í HREINSITÆKJUNUM?
Mælt er með því að skipt sé um sand að jafnaði á fimm ára fresti í flestum hreinsitækjum. Gömlum sandi fylgja bakteríur, þörungamyndun og aukin notkun á klór auk þess sem geta hreinsitækisins til þess að sía frá óhreinindi er minni fyrir vikið.

Nú fyrir sumarið er tilvalinn tími til þess að huga að þessum þáttum og taka hreinsitækin í gegn enda fjölgar sundlaugagestunum jafnt og þétt með hækkandi sól og mikilvægt að laugin sé sem hreinust. Sundlaugasandur er sérstakur innfluttur skeljasandur sem að hleypir vatni í gegnum sig en síar burt óhreinindin. Við sérhæfum okkur í sundlaugasandi og eigum yfirleitt til talsvert magn á lager á góðu verði!
 
LOSNAÐU VIÐ LYKLANA - NOTAÐU LYKILORÐ!
Við kynnum nýja kynslóð læsinga fyrir búningsskápa, SAFE-O-TRONIC lásinn frá þýska framleiðandanum Schulte Schlagbaum. Viðskiptavinurinn læsir einfaldlega skápnum með sínu eigin fjögurra stafa lykilorði en velflestir ef ekki allir nota reglulega slík lykilorð. Komi eitthvað upp á getur starfsfólk síðan einnig opnað skápana með masterkóða.

Með þessu losnar þú við lyklana og sparar talsvert í rekstrarkostnaði - það er lykilatriði!

Smelltu hér til þess að fræðast meira um SAFE-O-TRONIC lásinn
 

Orkuboltinn fréttir og tilboð

Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ
Sími: 566-6600 | Fax: 566-7555
www.oskarsson.is | oskarsson@oskarsson.is