Orkuboltinn fréttir og tilboð
Orkuboltinn fréttir og tilboð
23. apríl 2012    

Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sundvörur Vörur fyrir leikskóla, leikvelli & dagheimili Golfvallarvörur
Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sund Leikskólar Golfvellir

 
Hexagone sundlaugaryksugur fáanlegar í rekstrarleigu
Innifalið er allt viðhald og varahlutir og lánsvél til reiðu á lager
 
Í viðleitni okkar til þess að bæta þjónustu okkar við íslenska sundstaði bjóðum við nú sundlaugaryksugur í rekstrarleigu í samstarfi við franska framleiðandann Hexagone s.a.r.l. groupe.

Sundlaugaryksugurnar sem við bjóðum frá Hexagone eru sérstaklega hannaðar fyrir opinbera sundstaði og daglega krefjandi notkun.

Með tilkomu tölvustýringa og flókins rafeindabúnaðar í sundlaugaryksugum hefur bilanatíðni þeirra stóraukist. Vélarnar frá Hexagone eru þvert á móti hannaðar með einfaldleika og lága bilanatíðni að leiðarljósi.

Þetta eru öflugustu og sterkbyggðustu sundlaugaryksugurnar á markaðnum í dag, smíðaðar úr ryðfríu stáli og sterku ABS plasti.

Þær eru framleiddar fyrir allt að 35° heitt vatn að staðaldri sem er óvenjulegt því flestir aðrir framleiðendur gera ráð fyrir lægra hitastigi heldur en tíðkast í íslenskum sundlaugum. Þá þola þær klórvatn og hátt sýrustig mjög vel.

Vélarnar eru með öflugri túrbó dælu sem skilar 50-60 m3/klst. sogkrafti en algengur sogkraftur hjá öðrum framleiðendum er 16-40 m3/klst.

Síun á óhreinindum er einnig framúrskarandi en vélarnar geta hreinsað óhreinindi sem eru allt niður í 5 míkrón að stærð. Til samanburðar má nefna að mannshár er um 100 míkrón á þykkt!


REKSTRARLEIGAN MARGBORGAR SIG!

Þökk sé miklum gæðum, lágri bilanatíðni og góðu samstarfi við Hexagone er okkur mögulegt að bjóða þessar öflugu vélar á hagstæðri rekstrarleigu.

Sundlaugaryksugurnar frá Hexagone eru dýrar í innkaupum og kosta tvöfalt meira heldur en sundlaugaryksugur frá öðrum framleiðendum enda í allt öðrum gæðaflokki.

Með rekstrarleigu gefst íslenskum sundstöðum tækifæri til þess að fá aðgang að hágæða vinnuþjarki sem er ávalt til taks og í góðu standi fyrir brot af þeirri upphæð sem annars færi í kaup og viðhald á öðrum vélum, að ekki sé minnst á þann tíma og þá fyrirhöfn sem fylgir viðgerðum.

Innifalið í rekstrarleigunni er árleg ástandsskoðun og allt viðhald, efni og vinna vegna bilana og eðlilegs slits. Gera má ráð fyrir mun minna viðhaldi heldur en það sem fylgir vélum frá öðrum framleiðendum og lögð er áhersla á hraðvirka og skjóta þjónustu og stóran varahlutalager.

Þá er einnig innifalið lánsvél af lager sem sundstaðir geta fengið án endurgjalds sé útlit fyrir að viðgerð taki einhvern tíma. Þannig er leitast við að tryggja að ávalt sé vél til taks og engin hætta á að sundlaugagestir upplifi að laugin sé skítug vegna uppsafnaðra óhreininda sem ekki hefur verið hægt að þrífa vegna bilunar.

Smelltu hér til þess að fræðast meira um Hexagone sundlaugaryksugurnar.

Allar nánari upplýsingar, verð og fleira er hægt að nálgast í síma 566-6600 eða meða því að senda tölvupóst á oskarsson@oskarsson.is
 
Chrono Public 450   Chrono Public 510   Chrono Premium 750
   
Hönnuð fyrir daglega notkun í allt að 25 m. laugum.   Hönnuð fyrir daglega notkun í 25 m. laugum.   Hönnuð fyrir daglega notkun í stórum sundlaugum, allt að 1.500 m2 að stærð.
 

Orkuboltinn fréttir og tilboð

Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ
Sími: 566-6600 | Fax: 566-7555
www.oskarsson.is | oskarsson@oskarsson.is