Orkuboltinn fréttir og tilboð
Orkuboltinn fréttir og tilboð
3. apríl 2012    

Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sundvörur Vörur fyrir leikskóla, leikvelli & dagheimili Golfvallarvörur
Fótbolti Körfubolti Handbolti Blak Badminton Tennis Sund Leikskólar Golfvellir

 
Heitir pottar fyrir hitaveitu í hæsta gæðaflokki
Hreinsikerfi og klórmiðlun fyrir ferðaþjónustuaðila
 
Við höfum lengi sérhæft okkur í pottum sem eru tengdir við hitaveitu enda var Ágúst Óskarsson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins, einn sá fyrsti til þess að bjóða Íslendingum upp á slíkan munað fyrir meira en 30 árum síðan.

HAGSTÆÐ KAUP - HAGKVÆMIR Í REKSTRI
Rekstrarkostnaður hitaveitutengdra potta er töluvert lægri samanborið við rafmagnspotta. Orkukostnaður vegna rafmagnspotta getur náð allt upp í 60.000 kr. á ári skv. Orkuveitu Reykjavíkur á meðan það kostar minna að fylla hitaveitutengdan pott og sitja í honum í klukkutíma heldur en að að opna eina öldós! Sé ekki aðgangur að heitu vatni á staðnum margborgar sig samt að notast við hitatúbur eða aðrar lausnir til vatnshitunar frekar en að velja hefðbundinn rafmagnspott því viðhaldskostnaður þeirra og bilanatíðni er mun hærri og endingartími styttri.

EFNIVIÐURINN SKIPTIR MÁLI
Pottaskeljarnar okkar eru sjálfberandi og sérstaklega þykkar og sterkbyggðar. Þær eru framleiddar úr trefja- og akrílplasti en akrílplastið er það efni sem veitir pottum mesta gæðastimpilinn því það hvorki upplitast né rispast auðveldlega. Að auki hrindir það frá sér óhreinindum og auðveldar þrif í alla staði.

KRAFTMIKIÐ NUDD
Við bjóðum upp á nudddælur sem við höfum lengi selt til íslenskra sundstaða og eru þær talsvert öflugari og vandaðri heldur en gengur og gerist i almennum nuddpottum. Með því að velja góða dælu og réttan fjölda nuddstúta er hægt að fá kraftmeira nudd sem gerir almennilegt gagn!

HREINSIKERFI OG KLÓRMIÐLUN FYRIR ÞÁ SEM ÞESS ÞURFA
Við bjóðum upp á endingargóð og viðhaldslítil hreinsi- og klórmiðlunarkerfi fyrir ferðaþjónustuaðila sem vilja bjóða gestum sínum upp á heitar laugar og potta. Heilbrigðisyfirvöld geta gert kröfu til þess að slíkur búnaður sé notaður og þá borgar sig að velja tæki sem standast örugglega þær kröfur um hreinsun sem gerðar eru í reglugerð. Hreinsibúnaður hefðbundinna rafmagnspotta er nánast án undantekninga ekki fullnægjandi og kallar á meiri efnanotkun, viðhald og verri vatnsgæði. Hreinsi- og klórmiðlunarkerfin frá okkur eru þvert á móti hönnuð fyrir stanslausa notkun á opinberum baðstöðum og tryggja örugga hreinsun án mikils umstangs.
 
Stór og rúmgóð pottaskel   Nudd sem gerir gagn   Lok yfir pottinn
   
Einstaklega vel heppnuð hönnun, sæti fyrir sex fullorðna einstaklinga.   Hægt að velja fjölda nuddstúta og fá kraftmikið nudd með öflugri nudddælu.   Létt og meðfærileg lok sem veita góða einangrun, skemma ekki pottinn og valda ekki slysahættu.
 

Orkuboltinn fréttir og tilboð

Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ
Sími: 566-6600 | Fax: 566-7555
www.oskarsson.is | oskarsson@oskarsson.is